Fótbolti

Þrenna Pukki fór með Kjartan og félaga

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kjartan og félagar biðu afhroð í leiknum í dag
Kjartan og félagar biðu afhroð í leiknum í dag vísir/getty
Teemu Pukki skoraði þrennu í stórsigri Bröndby á Horsens í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Pukki skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik og bætti við þriðja markinu á 55. mínútu. Í millitíðinni hafði Kamil Wilczek skorað fyrir Bröndby og staðan því orðin 4-0 fyrir heimamenn eftir tæpan klukkutíma leik.

Á 57. mínútu gerði Horsens tvöfalda skiptingu. Landsliðsmaðurinn Kjartan Henry Finnbogason var tekinn útaf ásamt Oliver Drost. Inn á mætti Lasse Kryger og innan við mínútu seinna var hann búinn að skora fyrir Horsens.

Markið gerði þó lítið fyrir gestina og varamaðurinn Lasse Vigen Christensen innsyglaði 5-1 stórsigur Bröndby.

Hjörtur Hermannsson var allan leikinn á varamannabekk Bröndby. Liðið situr í toppsæti dönsku úrvalsdeildarinnar með þriggja stiga forskot á Midtjylland sem á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×