Formúla 1

Vettel hékk á sigrinum í háspennu í Barein

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vettel fagnar eftir sigurinn í dag
Vettel fagnar eftir sigurinn í dag mynd/ferrari

Þjóðverjinn Sebastian Vettel sigraði kappaksturinn í Barein í Formúlu 1 eftir frábæran endasprett þar sem Valeri Bottas sótti hart að honum.

„Dekkin voru búin. Algjörlega búin. Mamma mía,“ sagði Vettel í talstöðvarbúnaðinn í bílnum eftir að hann kom í mark. Ef hringirnir hefðu verið 58 en ekki 57 hefði Bottas mögulega náð að stela sigrinum því hann át upp muninn á síðustu tíu hringjunum.

Liðsfélagi Bottas á Mercedes, Lewis Hamilton, varð í þriðja sætinu.

Vettel hefur nú unnið fyrstu tvö mót tímabilsins og það hefur ekki gerst á þessari öld að sá ökuþór sem vinni fyrstu tvo kappakstrana endi ekki upp sem heimsmeistari.

Kimi Raikkonen, sem byrjaði keppnina í öðru sæti, þurfti að hætta keppni eftir að hann keyrði á starfsmann Ferrari við dekkjarskipti. Starfsmaðurinn var fluttur á sjúkrahús og er ekki vitað um ástand hans, hann er þó ekki talinn vera í lífshættu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.