Enski boltinn

Mourinho: Ég talaði ekki við Deschamps

Dagur Lárusson skrifar
José Mourinho.
José Mourinho. vísir/getty
José Mourinho, stjóri Manchester United, segir að fréttir þess efnis að hann hafi talað við Didier Deschamps um Paul Pogba séu ekki sannar.

 

Franskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að Mourinho hafi leitað til Deschamps til þess að hjálpa Pogba að finna sitt besta form á ný. Mourinhi þvertekur fyrir þetta.

 

,,Þetta er einfaldlega ekki satt. Ég talaði síðast við Deschamps þegar við spiluðum gegn hvor öðrum fyrir mörgum árum síðan. Ég hef ekki talað við hann síðan,” sagði Mourinho.

 

Pogba spilaði vel fyrir franska landsliðið í landsleikjahléinu og skoraði meðal annars í 3-1 sigri Frakka á Rússlandi á þriðjudaginn og var Mourinho spurður út í frammistöðuna.

 

,,Ég tala aldrei um frammistöðu leikmanna minna með landsliðum þeirra.”

 

Framtíð Paul Pogba virðist vera í óvissu þessa daganna en mikið af fréttamiðlum greina frá því að samband Pogba og Mourinho sé ekki gott.

 


Tengdar fréttir

Pogba getur ekki verið ánægður hjá United

Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins í knattspyrnu, segir að lærisveinn hans í franska liðinu, Paul Pogba, geti ekki verið ánægður með stöðu sína hjá Manchester United þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar

Óvissa með framhaldið hjá Pogba

Miðjumaður Man. Utd, Paul Pogba, gat ekki spilað með liðinu gegn Liverpool um helgina vegna meiðsla og óvíst er hvort hann geti spilað í Meistaradeildinni á morgun.

Leikmenn sem deila við Mourinho verða seldir

Leikmönnum Manchester United er hollara að halda sambandi sínu við knattspyrnustjórann Jose Mourinho góðu vilji þeir ekki eiga það á hættu að verða seldir frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×