Lífið

Heimurinn á ská er glæsilegur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mount Fitz Roy á landamærum Argentínu og Chile.
Mount Fitz Roy á landamærum Argentínu og Chile. Mynd/Planet Labs
Flestar gervihattamyndir sem koma fyrir sjónir almennings eru teknar beint niður, líkt og þeir sem skemmta sér við að skoða heiminn með hjálp Google Earth kannast við.

Myndir sem fyrirtækið Planet Labs hefur birt og eru teknar á ská eru frábrugðnar hinum hefðbundnu gervihnattamyndum og varpa skemmtilegu og nýju ljósi á heiminn.

Myndirnar voru birtar í bloggfærslu verkfræðings sem starfar hjá Planet Labs. Nokkrar af myndunum má sjá hér að neðan en fleiri myndir má nálgast hér.

Zion þjóðgarðurinn í Bandaríkjunum.Mynd/Planet Labs
Bilbao, Spáni.Mynd/Planet Labs
Bora Bora.Mynd/Planet Labs.
Doha, Katar.Mynd/Planet Labs
Osaka, Japan.Mynd/Planet Labs.
Houston, Bandaríkjunum.Mynd/Planet Labs.
Riadg, Saudí-Arabía.Mynd/Planet Labs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×