Handbolti

Arnór Þór markahæstur í enn einum sigri Bergrischer

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Þór hefur verið funheitur.
Arnór Þór hefur verið funheitur. vísir/getty
Arnór Þór Gunnarsson heldur áfram að fara á kostum í þýsku B-deildinni í handbolta en lið hans Bergrischer vann enn einn leikinn í kvöld.

Bergrischer vann tveggja marka sigur, 28-26, á DJK Rimpar Wölfe eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik.

Arnór skoraði átta mörk í kvöld þar af fimm af vítalínunni en hann hefur leikið á alls oddi á tímabilinu og verið meðal markahæstu manna í nánast hverjum leik fyrir Bergrischer.

Bergrischer er með 54 stig og er komið langleiðina upp í þýsku úrvalsdeildina. Liðið er með sextán stiga forskot á Coburg þegar átján stig eru eftir í pottinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×