Innlent

Fær bætur þrátt fyrir prófleysi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ökumaðurinn ók aftan á bifreið á Reykjanesbraut.
Ökumaðurinn ók aftan á bifreið á Reykjanesbraut. VÍSIR/VILHELM
Ökumaður, sem misst hafði ökuréttindi og síðan ekið aftan á aðra bifreið á Reykjanesbraut í janúar 2015, á rétt á bótum þrátt fyrir prófleysið. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum.

Atvik málsins voru þau að við akstur hringdi sími mannsins og hann leit á símann. Þegar hann leit upp aftur var umferð fyrir framan hann stopp og of seint að stöðva bílinn til að forðast árekstur. Slasaðist hann við þetta og krafðist bóta úr slysatryggingu ökumanns.

Vátryggingafélagið hafnaði bótaskyldu og taldi stórfellt gáleysi að líta á símann og að aka án bílprófs. Nefndin taldi á móti að það að líta á símann væri einfalt gáleysi og að ekkert orsakasamhengi hefði verið milli slyssins og þess að maðurinn hefði verið sviptur ökuréttindum. Því fær hann bætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×