Fótbolti

Sjáðu Kolbein Sigþórsson halda upp á landsliðssætið með því að skora tvö

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Getty
Kolbeinn Sigþórsson átti mjög góðan viku. Hann opnaði markareikninginn sinn eftir endurkomuna inn á fótboltavöllinn og var valinn aftur í íslenska landsliðið.

Kolbeinn skoraði tvö mörk í 2-0 sigri varaliðs Nantes á Mulsanne Teloché. Hann hafði fengið rúman klukkutíma í leiknum á undan og nú fann hann marknetið í fyrsta sinn í langa tíma.

Kolbeinn flaug síðan til Bandaríkjanna um helgina þar sem hann hitti aftur félaga sína í íslenska landsliðinu. Kolbeinn hafði ekki verið í landsliðinu síðan í september 2016.

Heimir Hallgrímsson ákvað að velja Kolbein í landsliðið og kanna betur stöðuna á honum. Mörkin styrktu Heimi örugglega í þeirri ákvörðun og kannski létti valið líka á pressunni á Kolbeini sem ætlaði sér alltaf að komast með á HM í Rússlandi í sumar.

Það má sjá þessi mörk Kolbeins hér fyrir neðan. Tvö rosalega mikilvæg mörk fyrir íslenska framherjann sem er á réttri leið.





Þessi tvö mörk sýna vonandi að lukkan sé farin að snúast með íslenska framherjanum eftir marga mánaða óvissuástand vegna meiðslanna.

Í báðum tilfellum datt boltinn fyrir Kolbein og hann skoraði eftir að hafa verið réttur maður á réttum stað í markteignum. Fyrra markið skoraði hann með skalla en það síðara með vinstri fæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×