Lífið

Húsráð frá skólastjóra Hússtjórnarskólans: Þetta geta börnin gert á heimilinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margrét hefur verið skólastjóri frá 1998.
Margrét hefur verið skólastjóri frá 1998.
Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir hefur verið skólastjóri Hússtjórnarskólans frá árinu 1998 en Ísland í dag kíkti í heimsókn í skólann á dögunum þar sem Margrét fór í gegnum nokkuð nytsamleg húsráð.

Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Sólvallagötu 12, hóf starfsemi sína 7. febrúar 1942 og hefur starfað óslitið síðan. Árið 1998 var skólinn gerður að sjálfseignarstofnun sem rekin er með framlagi frá ríkissjóði.

Jónatan Þorsteinsson byggði húsið á sínum tíma og hét það áður Sólvellir og heitir gatan eftir því. Fjórtán nemendur eru í skólanum sem stendur en hann getur tekið 24 nemendur. Margrét segir að allt of fáir séu í skólanum í dag.

„Það er svolítið sárt að sjá húsið drappast niður, því þetta er eitt af fallegustu húsum borgarinnar,“ segir Margrét en hún hefur áhyggjur af stöðu hússins við Sólvallagötu.

Hún segir að nemendur skólans séu mestmegnis konur sem langi að læra að elda, prjóna, vefa og sauma á sig föt.

„Það hafa alveg verið strákar hjá mér, allavega sex til sjö meðan ég hef verið hérna,“ segir Margrét en 435.000 krónur kostar að vera í skólanum á önn og er það verðið fyrir utan heimavistina. „Þá er allt innifalið og nemendur þurfa bara að mæta með inniskóna.“

Margrét gaf áhorfendum Stöðvar 2 góð húsráð í tengslum við það hvað börn geta gert til að hjálpa til á heimilinu. Hér að neðan má sjá nokkur frábær atriði:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×