Enga ísbirni í Húsdýragarðinn! (eða þvottabirni..) Valgerður Árnadóttir skrifar 21. mars 2018 13:59 Ég er mikill dýravinur og hef hjá Pírötum undanfarna mánuði unnið að stefnu í dýravernd með frábæru fólki úr öllum áttum. Full bjartsýni ætlaði ég að skrifa fagurorða grein um það hversu breytt hugarfarið er frá því sem áður var gagnvart dýrum, frá því að hundar voru álitnir meindýr í Reykjavík og skotnir á færi ef þeir voru ekki löglega skráðir og frá því grindhvalir strönduðu í Laugarnesi og íbúar fylltust drápseðli, fylktust niður í fjöru og drápu þá og nýlegasta dæmið um selkópinn sem flúði úr Húsdýragarðinum en náðist við Sæbraut og var aflífaður, en svo kom frétt á RÚV í gær sem braut mig alveg niður. Það fannst þvottabjörn við Hafnir! Það var maður á gangi með hundinn sinn, hann hélt að hundurinn hefði fundið mink í holu og væri að bækslast við að drepa hann (því það er alltilagi að murka lífið úr minkum) en svo fannst manninum hljóðin skrítin og datt í hug að þarna gæti verið á ferð köttur (þeir eru krúttlegir, það má ekki drepa þá) og ákvað að athuga málið og sá sér til mikillar undrunar að þarna var á ferð þvottabjörn. Við þetta var maðurinn hissa og sá að hundurinn átti erfitt með að murka lífið úr þvottabirninum svo hann ákvað að hjálpa honum og klára verkið. Eins og ekkert væri eðlilegra. Kómískt var jafnvel að hundurinn héti því viðeigandi nafni Tyson. Dýravistfræðingurinn Kristinn Haukur Skarphéðinsson sem rætt var við í fréttum sagði eins og satt er að þvottabirnir eru glaðlynd og góðleg rándýr sem ráðast ekki á menn eða önnur dýr að fyrra bragði. Hann hefði sennilega alveg viljað fá tækifæri til að rannsaka dýrið lifandi en fær það í hendur dautt og tætt. Hvaðan kom þvottabjörninn? Árið 1930 voru fluttir inn þvottabirnir og minkar til loðdýraræktar, ræktun á þvottabirni stóð í 30 ár og ekki er vitað til þess að þeir hafi sloppið út í náttúruna en 3 þvottabirnir voru fluttir inn fyrir Sædýrasafnið á sínum tíma og einn þvældist óvart hingað með nuddpotti og var drepinn á hafnarbakkanum við komuna. Líklegt er því að þessi þvottabjörn hafi óvart smyglað sér hingað með skipi og unað sér vel í holu í Höfnum þar til hann hitti Tyson. Náttúrufræðingar reyndu að koma í veg fyrir loðdýrarækt á Íslandi snemma á síðustu öld og bentu réttilega á að þessi dýr myndu sleppa út í náttúruna og valda hér usla í lífkerfum. Guðmundur Bárðarson náttúrufræðingur og langafi minn var meðal þeirra mest áberandi sem biðlaði til þingmanna að leyfa ekki loðdýrarækt en svo fór sem fór og nú er minkurinn versti óvinur bænda og fugla og réttdræp kvikyndi í augum manna. Sömu manna og á sínum tíma fluttu þá inn (eða barna þeirra og barnabarna). Það er tegundarhyggja að taka eitt dýr fram yfir annað, að þykja köttur krúttlegur og ekki mega drepa en þvottabjörn réttdræpur, að flytja inn minka í gróðaskyni og líta á þá sem meindýr þegar þeir sleppa út í náttúruna. Minkurinn bað ekki um að vera fluttur hingað inn og hann bað sannarlega hvorki um að vera lokaður í pínulitlu búri né að vera réttdræpur í náttúrunni. Það er alveg sama hvað fólki finnst um þessi dýr, að leyfa hundum að tæta þá í sig sér til skemmtunar er óþarfa grimmd. Bretland, Austurríki, Holland, Þýskaland og fleiri ríki heims hafa þegar bannað lodýrarækt og Noregur er nú einnig með það til skoðunar, ég vona að við fetum fljótlega í þeirra fótspor á Íslandi. En fyrir leggur stefna Pírata í Dýravernd, einhverjum finnst hún kanski róttæk en Píratar hafa ekki verið þekktir fyrir annað en að vera róttækir og vilja breytingar til betra samfélags manna og nú líka dýra. Drög að stefnu okkar í borginni er tvennskonar, hún snýr að að stofnun Dýraþjónustu, hugmynd Halldórs Auðar Svanssonar borgarfulltrúa, sem myndi taka yfir verkefni hundaeftirlitsins og annast um þjónustu og eftirlit með öllu dýrahaldi í borginni og stuðla að líffræðilegum fjölbreytileika, auka þjónustu við hundaeigendur, fjölga hundasvæðum og gerðum og gera þau skemmtileg fyrir dýrin og hinsvegar um Dýravernd: Við viljum vinna í samstarfi við Villiketti, Dýrahjálp og önnur félagasamtök sem nú annast dýr sem finnast á vergangi, eru vanrækt eða yfirgefin og opna dýraathvarf. Hugmyndin er að opna dýraathvarf í Húsdýragarðinum samhliða því góða starfi sem þar er nú. Þar myndi fólk annast um dýrin og reyna finna þeim heimili og einnig hafa aðstöðu til að taka við dýrum, rannsaka þau og annast ef unnt er eins og þvottabjörninn sem fannst við Hafnir, hversu skemmtilegt og fróðlegt þætti börnum að fá að líta hann augum? Jafnvel hefði verði hægt að skella í eina Karólína fund söfnun og senda hann til síns heima, út í náttúruna aftur? Drög að stefnu Pírata í dýravelferð í borginni snýr að því að friða refi, kanínur og seli með tilliti til stefnu Reykjavíkurborgar um líffræðilegan fjölbreytileika. Landsel hefur t.a.m. fækkað gríðarlega á Íslandi síðan talningar hófust fyrst árið 1980 en þá taldist stofninn um 45 þúsund dýr en í dag einungis um 15 þúsund dýr. Við viljum friða sel og að hætt verði að sækja villta seli á Rauðasand til að halda í Húsdýragarðinum. Húsdýragarðurinn ætti þess í stað að sinna selum sem bjargað hefur verið við strendur Íslands, bæta aðstæður sela verulega í garðinum eða að öðrum kosti hætta að halda þá. Öll dýrin í borginni eiga að vera vinir!Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er mikill dýravinur og hef hjá Pírötum undanfarna mánuði unnið að stefnu í dýravernd með frábæru fólki úr öllum áttum. Full bjartsýni ætlaði ég að skrifa fagurorða grein um það hversu breytt hugarfarið er frá því sem áður var gagnvart dýrum, frá því að hundar voru álitnir meindýr í Reykjavík og skotnir á færi ef þeir voru ekki löglega skráðir og frá því grindhvalir strönduðu í Laugarnesi og íbúar fylltust drápseðli, fylktust niður í fjöru og drápu þá og nýlegasta dæmið um selkópinn sem flúði úr Húsdýragarðinum en náðist við Sæbraut og var aflífaður, en svo kom frétt á RÚV í gær sem braut mig alveg niður. Það fannst þvottabjörn við Hafnir! Það var maður á gangi með hundinn sinn, hann hélt að hundurinn hefði fundið mink í holu og væri að bækslast við að drepa hann (því það er alltilagi að murka lífið úr minkum) en svo fannst manninum hljóðin skrítin og datt í hug að þarna gæti verið á ferð köttur (þeir eru krúttlegir, það má ekki drepa þá) og ákvað að athuga málið og sá sér til mikillar undrunar að þarna var á ferð þvottabjörn. Við þetta var maðurinn hissa og sá að hundurinn átti erfitt með að murka lífið úr þvottabirninum svo hann ákvað að hjálpa honum og klára verkið. Eins og ekkert væri eðlilegra. Kómískt var jafnvel að hundurinn héti því viðeigandi nafni Tyson. Dýravistfræðingurinn Kristinn Haukur Skarphéðinsson sem rætt var við í fréttum sagði eins og satt er að þvottabirnir eru glaðlynd og góðleg rándýr sem ráðast ekki á menn eða önnur dýr að fyrra bragði. Hann hefði sennilega alveg viljað fá tækifæri til að rannsaka dýrið lifandi en fær það í hendur dautt og tætt. Hvaðan kom þvottabjörninn? Árið 1930 voru fluttir inn þvottabirnir og minkar til loðdýraræktar, ræktun á þvottabirni stóð í 30 ár og ekki er vitað til þess að þeir hafi sloppið út í náttúruna en 3 þvottabirnir voru fluttir inn fyrir Sædýrasafnið á sínum tíma og einn þvældist óvart hingað með nuddpotti og var drepinn á hafnarbakkanum við komuna. Líklegt er því að þessi þvottabjörn hafi óvart smyglað sér hingað með skipi og unað sér vel í holu í Höfnum þar til hann hitti Tyson. Náttúrufræðingar reyndu að koma í veg fyrir loðdýrarækt á Íslandi snemma á síðustu öld og bentu réttilega á að þessi dýr myndu sleppa út í náttúruna og valda hér usla í lífkerfum. Guðmundur Bárðarson náttúrufræðingur og langafi minn var meðal þeirra mest áberandi sem biðlaði til þingmanna að leyfa ekki loðdýrarækt en svo fór sem fór og nú er minkurinn versti óvinur bænda og fugla og réttdræp kvikyndi í augum manna. Sömu manna og á sínum tíma fluttu þá inn (eða barna þeirra og barnabarna). Það er tegundarhyggja að taka eitt dýr fram yfir annað, að þykja köttur krúttlegur og ekki mega drepa en þvottabjörn réttdræpur, að flytja inn minka í gróðaskyni og líta á þá sem meindýr þegar þeir sleppa út í náttúruna. Minkurinn bað ekki um að vera fluttur hingað inn og hann bað sannarlega hvorki um að vera lokaður í pínulitlu búri né að vera réttdræpur í náttúrunni. Það er alveg sama hvað fólki finnst um þessi dýr, að leyfa hundum að tæta þá í sig sér til skemmtunar er óþarfa grimmd. Bretland, Austurríki, Holland, Þýskaland og fleiri ríki heims hafa þegar bannað lodýrarækt og Noregur er nú einnig með það til skoðunar, ég vona að við fetum fljótlega í þeirra fótspor á Íslandi. En fyrir leggur stefna Pírata í Dýravernd, einhverjum finnst hún kanski róttæk en Píratar hafa ekki verið þekktir fyrir annað en að vera róttækir og vilja breytingar til betra samfélags manna og nú líka dýra. Drög að stefnu okkar í borginni er tvennskonar, hún snýr að að stofnun Dýraþjónustu, hugmynd Halldórs Auðar Svanssonar borgarfulltrúa, sem myndi taka yfir verkefni hundaeftirlitsins og annast um þjónustu og eftirlit með öllu dýrahaldi í borginni og stuðla að líffræðilegum fjölbreytileika, auka þjónustu við hundaeigendur, fjölga hundasvæðum og gerðum og gera þau skemmtileg fyrir dýrin og hinsvegar um Dýravernd: Við viljum vinna í samstarfi við Villiketti, Dýrahjálp og önnur félagasamtök sem nú annast dýr sem finnast á vergangi, eru vanrækt eða yfirgefin og opna dýraathvarf. Hugmyndin er að opna dýraathvarf í Húsdýragarðinum samhliða því góða starfi sem þar er nú. Þar myndi fólk annast um dýrin og reyna finna þeim heimili og einnig hafa aðstöðu til að taka við dýrum, rannsaka þau og annast ef unnt er eins og þvottabjörninn sem fannst við Hafnir, hversu skemmtilegt og fróðlegt þætti börnum að fá að líta hann augum? Jafnvel hefði verði hægt að skella í eina Karólína fund söfnun og senda hann til síns heima, út í náttúruna aftur? Drög að stefnu Pírata í dýravelferð í borginni snýr að því að friða refi, kanínur og seli með tilliti til stefnu Reykjavíkurborgar um líffræðilegan fjölbreytileika. Landsel hefur t.a.m. fækkað gríðarlega á Íslandi síðan talningar hófust fyrst árið 1980 en þá taldist stofninn um 45 þúsund dýr en í dag einungis um 15 þúsund dýr. Við viljum friða sel og að hætt verði að sækja villta seli á Rauðasand til að halda í Húsdýragarðinum. Húsdýragarðurinn ætti þess í stað að sinna selum sem bjargað hefur verið við strendur Íslands, bæta aðstæður sela verulega í garðinum eða að öðrum kosti hætta að halda þá. Öll dýrin í borginni eiga að vera vinir!Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun