Innlent

Systurskipin Breki VE og Páll Pálsson lögð af stað heimleiðis

Gissur Sigurðsson skrifar
Skipin eiga eftir að sigla um tvö svæði þar sem sjórán eru tíð. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Skipin eiga eftir að sigla um tvö svæði þar sem sjórán eru tíð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Systurskipin Breki VE og Páll Pálsson eru loks lögð af stað heimleiðis frá Kína, þar sem þau voru smíðuð. Afhending þeirra hefur tafist svo mánuðum skiptir og er búist við að heimsiglingin taki allt að sex vikur.

Áhafnirnar hafa búið sig undir mikinn hita á hluta heimleiðarinnar og var settur sérstakur kælibúnaður í brú, vistarverur og vélarrúm skipanna svo að þar verði líft.

Þá eiga skipin eftir að sigla um tvö svæði þar sem sjórán eru tíð, en að líkindum munu þau þá slást í för með örðum skipum og njóta verndar. Snemma í morgun voru skipin um 150 sjómílur norð-norðvestur af Shanghai.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×