Handbolti

ÍBV vann í Rússlandi

Dagur Lárusson skrifar
Liðsmenn ÍBV.
Liðsmenn ÍBV. vísir/getty
ÍBV og Krasnodar frá Rússlandi mættust í Áskorendabikar Evrópu í dag þar sem ÍBV fór með sigur af hólmi 25-23.

Krasnodar vann Zrinjski Mostar í síðustu umferð á meðan ÍBV sló lið Ramat Hasharon úr keppni.

ÍBV var ekki með sitt sterkasta lið en leikmenn á borð við Theodor Sigurbjörnsson eru að glíma við meiðsli og gátu því ekki ferðast með liðinu.

ÍBV var sterkari aðilinn nánast allan leikinn og var með örugga forystu í fyrri hálfleiknum og var staðan í hlé 15-10 fyrir ÍBV.

Liðsmenn Krasnodar sóttu í sig veðrið í seinni hálfleiknum og þegar um sjö mínútur voru eftir var staðan orðin jöfn 21-21 og því bennti allt til þess að lokamínúturnar yrðu æsispennandi. Eftir það tóku Eyjamenn við sér og skoruðu næstu þrjú mörkin og komust því í 24-21 þegar um tvær mínútur voru eftir.

Krasnodar náði ekki að koma til baka úr þessu og því fóru Eyjamenn heim með sigur fyrir seinni leikinn sem verður spilaður í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×