Handbolti

Íslensku stelpurnar tryggðu sæti á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslensku stelpurnar fagna í leikslok
Íslensku stelpurnar fagna í leikslok mynd/hsí
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri tryggði sér sæti á HM U20 með stórsigri á Litháen í Vestmannaeyjum í dag.

Um var að ræða hreinan úrslitaleik um hvor þjóðin færi í lokakeppnina sem haldin er í Ungverjalandi í sumar.

Sigur Íslands virtist aldrei í hættu í dag en liðið var 19-8 yfir í hálfleik. Lokatölur urðu 32-18. Andrea Jacobsen og Mariam Eradze skoruðu sex mörk hvor og voru markahæstar.

Ísland hafði unnið Makedóníu 35-20 í fyrsta leik undariðilsins en tapaði naumlega fyrir Þjóðverjum í gær 25-24. Íslensku stelpurnar enda því í öðru sæti riðilsins með 4 stig og fara í lokakeppni HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×