Innlent

Tvær milljónir í bilaðan goshver

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Mikill jarðhiti er í Hveragerði
Mikill jarðhiti er í Hveragerði Vísir/VALLI
Leggja á nýja leiðslu að goshver í Hveragarðinum í Hveragerði. Goshvernum hefur verið lokað þar sem tenging að honum er í ólagi.

„Þar sem mikill fjöldi gesta hefur nú þegar boðað komu sína í Hveragarðinn á næstunni er mikilvægt að ráðist verði í þessar framkvæmdir hið allra fyrsta,“ segir í minnisblaði Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði.

Fram kemur hjá bæjarstjóranum að umtalsverðar truflanir hafi verið á rekstri gufuveitunnar í bænum undanfarið. „Þrýstingur í holum hefur minnkað,“ segir Aldís.

Sett hafi verið dæla í holu átta í fyrra því hún hafi verið hætt að virka sem gufuhola en dælan hafi eyðilagst í nóvember. Mikilvægt sé að koma goshvernum í gang og leggja þurfi nýja lögn. Það kosti 2,2 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×