Lífið

Yfir tíu þúsund manns séð Víti í Vestmannaeyjum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar Helgason og Bragi Þór eru mennirnir á bakvið Vítið í Vestamannaeyjum.
Gunnar Helgason og Bragi Þór eru mennirnir á bakvið Vítið í Vestamannaeyjum.
Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum var frumsýnd á föstudaginn og sáu 9029 manns myndina um helgina. Kvikmyndin var forsýnd á fimmtudagskvöldið og hafa því í heildina rúmlega tíu þúsund manns séð kvikmyndina.

Víti í Vestmannaeyjum er byggð á fyrstu bókinni í vinsælum barnabókaflokki eftir Gunnar Helgason en það er Bragi Þór Hinriksson, sem leikstýrði Sveppamyndunum, sem leikstýrir myndinni.

Til að setja hlutina í samhengi þá má nefna að 7.728 manns sáu Ég man þig á opnunarhelgi á síðasta ári og 8.861 sáu Eiðinn árið 2016. Árið 2010 var barnamyndin Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið frumsýnd en 11.025 manns sáu hana fyrstu helgina.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×