Fótbolti

Lars Lagerbäck byrjar betur með norska landsliðið en það íslenska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. Vísir/Getty
Norðmenn eru farnir að sjá framfarir hjá fótboltalandsliðinu sínu sem vann báða vináttulandsleikina sína í marsmánuði.

Norðmenn unnu Albaníu á útivelli í gær þökk sé sigurmarki frá Sigurd Rosted á 70. mínútu en norska liðið hafði þremur dögum áður unnið 4-1 sigur á HM-liði Ástralíu.





Sigrarnir tveir þýða að Lars Lagerbäck hefur unnið fleiri leiki í fyrstu ellefu leikjum sínum sem þjálfari Noregs en hann vann í fyrstu ellefu leikjum sínum sem þjálfari íslenska landsliðsins.

Íslenska landsliðið vann fjóra af fyrstu ellefu leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck og markatalan var 3 mörk í mínus (14-17).





Norska landsliðið hefur aftur á móti unnið fimm af ellefu leikjum sínum eftir að Lars Lagerbäck tók við. Markatalan er fjögur mörk í plús (18-14).

Íslenska landsliðið tapaði sjö af fyrstu ellefu leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck en Norðmenn hafa aðeins tapað fjórum af fyrstu ellefu leikjum sínum.



Fyrstu 11 leikir Lars Lagerbäck með Ísland

4 sigrar

0 jafntefli

7 töp

Markatala: -3 (14-17)

3 leikir haldið hreinu

3 leikir án þess að skora

6 leikir með tvö mörk eða fleiri



Fyrstu 11 leikir Lars Lagerbäck með Noreg

5 sigrar

2 jafntefli

4 töp

Markatala: +4 (18-14)

4 leikir haldið hreinu

4 leikir án þess að skora

3 leikir með tvö mörk eða fleiri




Fleiri fréttir

Sjá meira


×