Lífið

Óboðinn gestur í starfsstöð Landhelgisgæslunnar í Keflavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Atvikið átti sér stað 19. mars síðastliðinn.
Atvikið átti sér stað 19. mars síðastliðinn.
„Starfsfólk okkar í Keflavík brást skjótt við er viðvörun barst frá öryggiskerfum um óboðinn gest í húsnæði á svæðinu fyrir skemmstu,“ segir í færslu Landhelgisgæslunnar á Facebook.

Þar segir að starfsmenn hafi leitað af sér allan grun en enginn sekur hafi fundist á sveimi.

„Það var svo stuttu síðar sem „hinn seki“ náðist á öryggismyndavélar. Hafði honum tekist að fela sig vandlega meðan vaskir kappar gerðu leit en skellti sér svo á stjá þegar enginn sá, eða svo hélt hann :) Þessu krútti var komið í öruggar hendur eigenda sinna eftir ofurspennandi ævintýraferð um svæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.“










Fleiri fréttir

Sjá meira


×