Fótbolti

Frederik Schram byrjar gegn Perú | Sjö breytingar á byrjunarliðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frederik í leik með U21-árs landsliði Íslandi.
Frederik í leik með U21-árs landsliði Íslandi. vísir/anton
Búið er að tilkynna byrjunarlið íslenska landsliðsins sem mætir Perú í vináttulandsleik í New York í kvöld en flautað verður til leiks á miðnætti. Leikið er á hinum stórglæsilega Red Bull-leikvangi í New York.

Fredrik Schram byrjar í markinu en þetta er einungis hans þriðji landsleikur. Hann leikur með FC Roskilde í Danmörku en annar leikmaður sem spilar í Danmörku, Hjörtur Hermannsson, byrjar í hægri bakverðinum.

Þeir Ari Freyr Skúlason, Birkir Bjarnason, Björn Bergmann Sigurðarson og Jóhann Berg Guðmundsson eru þeir einu sem byrjuðu einnig leikinn gegn Mexíkó á föstudag.

Það er svo nýtt miðvarðarpar frá því í leiknum gegn Perú en Ragnar Sigurðsson og Jón Guðni Fjóluson standa vaktina þar. Ari Freyr Skúlason heldur sæti sínu sem fyrr í vinstri bakverðinum.

Jóhann Berg Guðmundsson er áfram á hægri kantinum en inn á miðjunni eru svo þeir Ólafur Ingi Skúlason og Birkir Bjarnason. Rúrik Gíslason, leikmaður Sandhausen í Þýskalandi, byrjar vinstri megin.

Þeir Kjartan Henry Finnbogason og Björn Bergmann Sigurðarson eru svo í fremstu víglínu Ísland en leiknum í kvöld verður að sjálfsögðu lýst í Boltavakt Vísis.

Byrjunarlið Íslands:

Frederik Schram

Hjörtur Hermannsson

Ragnar Sigurðsson

Jón Guðni Fjóluson

Ari Freyr Skúlason

Jóhann Berg Guðmundsson

Ólafur Ingi Skúlason

Birkir Bjarnason

Rúrik Gíslason

Björn Bergmann Sigurðarson

Kjartan Henry Finnbogason




Fleiri fréttir

Sjá meira


×