Sigur hjá City sem getur tryggt sér titilinn gegn United

Anton Ingi Leifsson skrifar
City er á góðri leið með að verða enskur meistari.
City er á góðri leið með að verða enskur meistari. vísir/afp
Manchester City heldur áfram að vinna knattspyrnuleiki í ensku úrvalsdeildinni. Í kvöld unnu þeir 3-1 sigur á Everton þar sem þeir kláruðu leikinn í fyrri hálfleik.

Veislan byrjaði strax eftir fjórar mínútur er Leroy Sane skoraði eftir undirbúning hins magnaða David Silva.

Átta mínútum síðar tvöfaldaði Gabriel Jesus forystuna og útlitið ekki bjart fyrir Everton sem spilaði 4-4-2 með Wayne Rooney og Morgan Schneiderlin. Það virkaði afleitlega.

Raheem Sterling, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði svo þriðja mark Manchester City og þannig stóðu leikar allt þangað til á 63. mínútu þegar Yannick Bolasie minnkaði muninn fyrir lánlaust lið Everton.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði ekki með Everton vegna meiðsla en Everton er í níunda sætinu með 40 stig.

Manchester CIty er á toppi deildarinnar með 84 stig, sextán stiga forskot á Manchester United. Þeir geta tryggt sér titilinn með sigri á erkifjendum sínum í Man. Utd um næstu helgi.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira