Handbolti

Áttunda deildarmeistaratitilinn Arons í þremur löndum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ótrúlegur ferill Arons heldur áfram.
Ótrúlegur ferill Arons heldur áfram. vísir/getty
Aron Pálmarsson og félagar hans í Barcelona eru deildarmeistarar á Spáni eftir enn einn sigurinn í úrvaldsdeildinni þar í landi en sigurinn í kvöld var 23. sigurinn af 24 mögulegum.

Í kvöld unnu þeir þriggja marka sigur, 30-27, á Ciudad eftir að verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Þetta var hörkuleikur nær allan tímann en Barcelona hafði betur.

Aron hefur nú orðið meistari á Spáni (einu sinni), í Ungverjalandi (tvisvar sinnum) og í Þýskalandi (fimm sinnum). Ótrúlegur ferill hans heldur áfram en hann skoraði fjögur mörk í kvöld.

Barcelona er með 47 stig, Ademar León er í öðru sætinu með 34 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×