Enski boltinn

Rúrik spilaði allan leikinn í tapi

Dagur Lárusson skrifar
Rúrik Gíslason í leik með Sandhausen.
Rúrik Gíslason í leik með Sandhausen. vísir/getty
Rúrik Gíslason var í byrjunarliði Sandhausen í 2-1 tapi gegn Regensburg í þýsku annarri deildinni en eftir leikinn er Sandhausen í 7. sæti deildarinnar með 36 stig.

Rúrik, sem er í mikilli baráttu um það að komast í landsliðshóp Íslands fyrir heimsmeistaramótið í sumar, spilaði allan leikinn en náði þó ekki að setja mark sitt á leikinn.

Það voru heimamenn í Regensburg sem voru sterkari aðilinn í leiknum og komust í 2-0 fyrir leikhlé.

Í seinni hálfleiknum náði Sandhausen að minnka muninn en sigurinn varð þó Regensburg.

Rúrik Gíslason hefur nú spilað sjö leiki fyrir liðið og hefur skorað eitt mark í þeim leikjum en ljóst er að hann mun mæta mikilli samkeppni frá íslenskum framherjum víða um Evrópu til þess að komast með á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×