Fótbolti

Dybala skoraði tvö gegn Udinese

Dagur Lárusson skrifar
Paulo Dybala fagnar.
Paulo Dybala fagnar. vísir/getty
Emil Hallfreðsson sat allan tímann á varamannabekk Udinese er liðið tapaði fyrir toppliði Juventus í ítölsku deildinni í dag þar sem Dybala skoraði tvö mörk.

Juventus var með töluvert breytt lið frá því í vikunni þegar liðið sló Tottnenham útúr meistaradeildinni en menn eins og Pjanic og Matuidi voru á varamannabekknum.

Juventus var samt sem áður með yfirhöndina allan leikinn og skoraði Paulo Dyabala fyrsta mark Juventus á 20. mínútu.

Stuttu fyrir leikhlé fékk Juventus vítaspyrnu sem Gonzalo Higuain tók en hann náði ekki að skora og því var staðan 1-0 í hálfleik.

Juventus var þó ekki lengi að bæta upp fyrir þessi mistök því Dybala skoraði sitt annað mark strax á 49. mínútu og kom Juventus í 2-0 og þá var ekki aftur snúið.

Eftir leikinn er Juventus á toppi deildarinnar með 71 stig, tveimur meira en Napoli í 2. sæti á meðan Emil og félagar eru í 12. sæti með 33 stig.

Lazio fór í heimsókn til Cagliari þar sem allt stefndi í óvæntan sigur Cagliari en Lazio jafnaði metin á lokamínútunum og náði þess vegna að tryggja sér mikilvægt stig í meistaradeildarbaráttunni.

Úrslit dagsins:

Fiorentina 1-0 Benevento

Bologna 0-1 Atalanta

Cagliari 2-2 Lazio

Crotone 4-1 Sampdoria

Juventus 2-0 Udinese

Sassuolo 1-1 SPAL 2013




Fleiri fréttir

Sjá meira


×