Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Alls vantar tvö hundruð og sjötíu hjúkrunarrými í landinu til viðbótar við þau tæplega fimm hundruð sem áformað er að byggja upp. Þetta kemur fram í svörum velferðarráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofunnar og við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við fjöllum líka um fyrirhugaðan fund Donald Trump Bandaríkjaforseta með Kim Jung-un leiðtoga Norður-Kóreu en Trump telur að Kom sé full alvara með afvopnun og vilji stuðla að varanlegum friði á Kóreuskaga.

Í fréttatímanum verður líka fjallað um landsþing Viðreisnar en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var endurkjörinn formaður Viðreisnar og Þorsteinn Víglundsson var kjörinn varaformaður flokksins á landsþingi í dag. Við skoðum líka framvindu framkvæmda í Vaðlaheiðargöngum en nú sér fyrir endann á þessum framkvæmdum og tekist hefur að stöðva rennsli heita vatnsins sem skapaði mikið vandamál snemma á framkvæmdatímanum.

Þá fjöllum við um einstakt samband sem skapast hefur á milli þrettán ára hestastelpu í Ölfusi og hestsins Baldvins sem er tuttugu og tveggja vetra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×