Enski boltinn

Özil bætti met Cantona

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mesut Özil.
Mesut Özil. Vísir/Getty
Mesut Özil lagði upp mark Shkodran Mustafi í sigri Arsenal á Watford í ensku úrvalsdeildinni og bætti þar með met Eric Cantona.

Stoðsendingin var sú fimmtugasta sem Özil gefur í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur gefið þessar 50 stoðsendingar sínar í 141 leik, sem er besti árangur frá upphafi.

Áður hafði Eric Cantona, fyrrum leikmaður Mancehster United, náð 50 stoðsendingum í 143 leikjum.

Þá var mark Mustafi það þúsundasta sem leikmenn Arsenal skora í úrvalsdeildinni og Petr Cech varð fyrsti markmaðurinn til þess að halda marki sínu hreinu í 200 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal vann leikinn gegn Watford 3-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×