Sport

Hilmar Snær í tuttugasta sæti í PyeongChang

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hilmar fagnar eftir að hafa komið í mark.
Hilmar fagnar eftir að hafa komið í mark. vísir/getty

Hilmar Snær Örvarsson hefur lokið sinni fyrri grein á Vetrar-Paralympics í PyeongChang en hann tók þá þátt í stórsvigskeppninni.

Hilmar Snær varð í 20. sæti í standandi flokki. Hann var í 26. sæti eftir fyrri ferðina en bætti sig um sekúndu í seinni ferðinni og klifraði upp í 20. sætið.

Alls tóku 42 keppendur þátt í stórsviginu og náðu 30 keppendur að klára báðar ferðir.

Hilmar keppir einnig í svigi en sú keppni fer fram á laugardag. Hann er eini keppandi Íslands á leikunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.