Fótbolti

Spænsku liðin að pakka þeim ensku saman á stærsta sviðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexis Sanchez og félagar í Manchester United eru úr leik.
Alexis Sanchez og félagar í Manchester United eru úr leik. Vísir/Getty

Spænsku liðin hafa góð tök á þeim ensku þegar kemur að útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Enski liðin höfðu ekki tapað fyrir spænsku liði í Meistaradeildinni á leiktíðinni þegar kom að leik Manchester United og Sevilla á Old Trafford í gær. En eins og áður þá gengur lítið hjá þeim ensku þegar leikið er upp á líf eða dauða í Meistaradeildinni.
Spænsk lið hafa nú unnið fjórtán af síðustu átján viðureignum sínum á móti enskum liðum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

Sevilla datt út fyrir Leicester City í sextán liða úrslitunum í fyrra en bætti fyrir það með óvæntum sigri á Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi. Þótt sigur liðsins hafi komið mörgum á óvart þá var hann sanngjarn.

Aðeins liðum Chelsea, Liverpool, Arsenal og Leicester City hefur tekist að slá út lið úr spænsku deildinni. Sevilla, Barcelona, Real Madrid og Villarreal hafa öll dottið út einu sinni á móti ensku liði.

Barcelona og Chelsea láta reyna á þetta í kvöld þegar Chelsea heimsækir Barcelona á Nývang í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli í London og því er allt opið ennþá.

Hér fyrir neðan má þessi tök sem spænsku liðin hafa haft á þeim ensku undanfarin áratug.

Fernando Torres skorar fyrir Liverpool á móti Real Madrid árið 2009. Vísir/Getty


Ensk og spænsk lið sem hafa mæst í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar síðustu tíu tímabil:

2017-18
Sextán liða úrslit: Sevilla sló út Manchester United (2-1 samanlagt)  - Spánn

2016-17
Sextán liða úrslit: Leicester City sló út Sevilla  (3-2 samanlagt) - England
Átta liða úrslit: Atlético Madrid sló út Leicester City (2-1 samanlagt)  - Spánn

2015-16
Sextán liða úrslit: Barcelona sló út Arsenal (5-1 samanlagt)  - Spánn
Undanúrslit: Real Madrid sló út Manchester City (1-0 samanlagt)  - Spánn

2014-15
Sextán liða úrslit: Barcelona sló út Manchester City (3-1 samanlagt)  - Spánn

2013-14
Sextán liða úrslit: Barcelona sló út Manchester City (4-1 samanlagt)  - Spánn
Undanúrslit: Atlético Madrid sló út Chelsea (3-1 samanlagt)  - Spánn

2012-13
Sextán liða úrslit:  Real Madrid sló út Manchester United (3-2 samanlagt)  - Spánn

2011-12
Undanúrslit: Chelsea sló út Barcelona (3-2 samanlagt) - England

2010-11
Sextán liða úrslit: Barcelona sló út Arsenal (4-3 samanlagt)  - Spánn
Átta liða úrslit: Real Madrid sló út Tottenham (5-0 samanlagt)  - Spánn
Úrslitaleikur: Barcelona vann Manchester United 3-1  - Spánn

2009-10
Átta liða úrslit: Barcelona sló út Arsenal (6-3 samanlagt)   - Spánn

2008-09
Sextán liða úrslit: Liverpool sló út Real Madrid (5-0 samanlagt) - England
Átta liða úrslit: Arsenal sló út Villarreal (4-1 samanlagt) - England
Undanúrslit: Barcelona sló út Chelsea (1-1, mark á útiveli) - Spánn
Úrslitaleikur: Barcelona vann Manchester United 2-0  - SpánnAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.