Enski boltinn

Hughes á að koma með neistann sem vantar hjá Southampton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hughes á hliðarlínunni með Stoke City.
Hughes á hliðarlínunni með Stoke City. vísir/getty
Southampton réð í gærkvöldi Mark Hughes sem næsta knattspyrnustjóra félagsins og hann á bjarga liðinu frá falli.

Hughes, iðulega nefndur Sparky, tekur við starfinu af Mauricio Pellegrino sem hafði aðeins unnið einn af síðustu sautján leikjum sínum með liðið.

Það eru átta leikir eftir af tímabilinu og Southampton er einu stigi fyrir ofan fallsæti. Hughes fær samning út leiktíðina og gangi vel er möguleiki á því að hann fái að halda áfram.

Sjálfur var Hughes rekinn frá Stoke City í janúar eftir fjögur og hálft ár í starfi. Hann skildi við Stoke í fallsæti.

Þessi fyrrum framherji Man. Utd er orðinn reynslumikill stjóri. Hefur stýrt liði í 445 úrvalsdeildarleikjum. Hann byrjaði ferilinn sem landsliðsþjálfari Wales en stýrði svo Blackburn, Man. City, Fulham, QPR, Stoke og nú Southampton.

Hughes lék með Southampton frá 1998 til 2000 en hann lék einnig með Man. Utd, Barcalona og Chelsea á frábærum ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×