Fótbolti

UEFA kærir boltastrák Roma fyrir leiktöf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þessi boltastrákur tengist ekki fréttinni.
Þessi boltastrákur tengist ekki fréttinni. Vísir/Getty
Það hafa sumir stjórar kvartað yfir boltastrákum í leikjum á útivöllum en nú er framkoma eins boltastráksins hjá Roma komin alla leið inn á borð hjá aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu.

UEFA hefur nefnilega kært boltastrák Roma fyrir leiktöf í leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Facundo Ferreira, leikmaður Shakhtar Donetsk, var mjög ósáttur með strákinn í þessu tilfelli undir lok leiksins og hrinti honum meðal annars yfir auglýsingaskilti.





Facundo Ferreira fékk gult spjald að launum frá dómara leiksins og baðst seinna afsökunar á framferði sínu á samfélagsmiðlum Shakhtar Donetsk.

Þetta var þó ekki eina kæran sem Roma fékk á sig eftir leikinn sem liðið vann 1-0 og tryggði sér með því sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Einvígið endaði 2-2 samanlagt en Roma fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Roma er líka kært fyrir notkun stuðningmanna þeirra á blysum í stúkunni. Bæði málin verða þó ekki tekin fyrir fyrr en 31. maí. Hvort boltastrákurinn sé kominn í bann fyrir leikinn í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar fylgir ekki sögunni. Hann var kannski bara ein af hetjum Roma í leiknum í augum stuðningsmannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×