Fótbolti

Fjórir nýliðar og Wilshere í fyrsta sinn í enska landsliðinu eftir „skömmina“ á móti Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Wilshere átti lítið í Aron Einar Gunnarsson á EM 2016.
Jack Wilshere átti lítið í Aron Einar Gunnarsson á EM 2016. Vísir/Getty
Gareth Southgate hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleiki á móti Hollandi og Ítalíu seinna í þessum mánuði. Tveir af fjórum nýliðum eru liðsfélagar íslenska landsliðsmannsins Jóhanns Berg Guðmundssonar í Burnley.

Fjórir nýliðar eru í landsliðshópi Gareth Southgate að þessu sinni. Það eru Nick Pope, markvörður Burnley, James Tarkowski, miðvörður Burnley, Alfie Mawson, miðvörður Swansea og Lewis Cook, miðjumaður Bournemouth.

Arsenal-mennirnir Jack Wilshere og Danny Welbeck koma aftur inn í enska landsliðið en það er ekkert pláss fyrir Gary Cahill. Harry Kane er meiddur og því ekki með að þessu sinni.

Jack Wilshere hefur ekki spilað með enska landsliðinu síðan í tapinu vandræðalega á móti Íslandi á EM í Frakklandi sumarið 2016.

Joe Hart heldur aftur á móti sæti sínu í landsliðinu sem kemur kannski sumum svolítið á óvart en það fylgir sögunni að það eru fjórir markmenn í hópnum að þessu sinni.









Enski landsliðshópurinn:

Markmenn: Joe Hart, Jordan Pickford, Jack Butland, Nick Pope

Varnarmenn: Kyle Walker, Kieran Tripper, Ryan Bertrand, Danny Rose, John Stones, James Tarkowski, Alfie Mawson, Joe Gomez, Harry Maguire

Miðjumenn: Eric Dier, Jack Wilshere, Jordan Henderson, Jake Livermore, Adam Lallana, Alex Oxlade-Chamberlain, Dele Alli, Raheem Sterling, Ashley Young, Jesse Lingard, Lewis Cook

Sóknarmenn: Danny Welbeck, Jamie Vardy, Marcus Rashford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×