Fótbolti

Svona var blaða­manna­fundur Heimis

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Heimir Hallgrímsson fer með stóran hóp til Bandaríkjanna
Heimir Hallgrímsson fer með stóran hóp til Bandaríkjanna vísir/rakel
Heimir Hallgrímsson og aðstoðarmenn hans tilkynntu 29 manna hóp sem fer til Bandaríkjanna og mætir Mexíkó og Perú.

Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason eru ekki í hópnum en þeir fengu ekki leyfi frá félagsliðum sínum að fara með vegna meiðsla.

Þá er Kolbeinn Sigþórsson kominn aftur í hópinn eftir langa fjarveru. Hann hefur ekki enn spilað heilan mótsleik en eftir samtal við Cladio Ranieri, þjálfara Nantes, fékk Heimir leyfi á að fá Kolbein í hópinn til þess að íslensku þjálfararnir gætu borið hann augum og séð stöðuna.

Þá eru fimm markmenn í hópnum í þetta skipti og 6 miðverðir.

Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi sem horfa má á hér fyrir neðan.

Textalýsingu frá blaðamannafundi Heimis Hallgrímssonar má lesa hér að neðan.


Tengdar fréttir

Selja miðana á Íslandsleikinn alls ekki ódýrt

Síðasti möguleiki fyrir íslensku landsliðsmennina að vinna sér sæti í HM-hópnum með góðri frammistöðu í vináttulandsleikjum verður í tveimur leikjum íslenska landsliðsins í Bandaríkjunum í lok mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×