Lífið

Kendall Jenner syngur um píkuna á sér í umdeildu tónlistarmyndbandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kendall Jenner bregður fyrir í myndbandinu, auk Ed Sheeran og DJ Khaled.
Kendall Jenner bregður fyrir í myndbandinu, auk Ed Sheeran og DJ Khaled.
Nýtt myndband við lag rapparans Lil Dicky, Freaky Friday, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Þekkt andlit koma við sögu í myndbandi lagsins sem byggt er á samnefndri bók og kvikmynd.

Hinn bandaríski Lil Dicky hefur helst gert sér það til frægðar að blanda saman rappi og gríni í lögum sínum. Myndband við nýjasta lag hans, Freaky Friday, er að venju nokkuð grínskotið en Lil Dicky fær hinn umdeilda söngvara Chris Brown í lið með sér. Sá síðarnefndi komst einmitt í heimsfréttirnar í gær eftir að stórstjarnan Rihanna gagnrýndi samfélagsmiðilinn Snapchat fyrir að grínast með heimilisofbeldið sem Brown beitti hana.

Í myndbandinu sjást tónlistarmennirnir tveir vakna og hafa, að því er virðist, skipst á líkömum, ef hægt er að kalla það svo, en Lil Dicky vaknar sem Chris Brown og öfugt. Sá fyrrnefndi lýsir yfir ánægju með skiptin en sá síðarnefndi er nokkuð vonsvikinn.

Í lok myndbandsins bregður svo tónlistarmönnunum Ed Sheeran og DJ Khaled fyrir, auk Kendall Jenner sem hefur vakið sérstaka athygli fyrir frammistöðu sína.

„Ég er Kendall Jenner! Ég er með píku! Ég ætla að kanna það strax,“ syngur Jenner. Svo virðist vera sem Lil Dicky eigi einnig að hafa vaknað í líkama hennar, líkt og átti sér stað með áðurnefndan Brown.

Einhverjir hafa þó látið í ljós óánægju sína með þátttöku Jenner og Sheeran í myndbandinu og vísa þar sérstaklega til þess að Brown sé dæmdur ofbeldismaður.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×