Sport

Hilmar hafnaði í þrettánda sæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða ÍF
Hilmar Snær Örvarsson hefur lokið keppni á Ólympíumóti fatlaðra sem nú fer fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu en hann hafnaði í þrettánda sæti í svigi.

Alls tóku 40 þátt í keppninni og 22 komust í mark. Hilmar kom í mark á 1:50,59 mínútum og var rúmum 14 sekúndum á eftir Adam Hall frá Nýja-Sjálandi sem vann gull.

Hilmar Snær keppti einnig í stórsvigi á mótinu og hafnaði þar í 20. sæti. Fram kemur á heimasíðu ÍF að með árangrinum hafi hann bætt punktastöðu sína á heimslistanum talsvert.


Tengdar fréttir

Gáfu borgarstjóranum Ísland

Íslenski keppnishópurinn á Vetrarólympíumóti fatlaðra var í dag boðinn velkominn í Ólympíuþorpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×