Erlent

Vetraríþróttaæði í kuldakastinu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það er heldur kuldalegt um að litast í Bretlandi þessa dagana.
Það er heldur kuldalegt um að litast í Bretlandi þessa dagana.
Ekkert lát er á kuldunum í Evrópu og er búist við að tala látinna eigi eftir að hækka enn frekar en orðið er. Tugir hafa fundist látnir í álfunni og eru margir þeirra úr hópum utangarðsmanna.

Þrátt fyrir hættuna hafa Evrópubúar líka nýtt tækifærið til að leika sér í snjónum, ekki síst þeir sem búa sunnarlega í álfunni þar sem slíkt veður er sjaldgæft.

Sjá einnig: Tugir látið lífið í 30 stiga frosti í Evrópu

Veðurfræðinga segja að hitapollur sem nú er yfir norðurpólnum hafi valdið því að ískalt loft streymir frá Síberíu yfir Evrópu með fyrrgreindum afleiðingum. Samgöngur hafa víða farið úr skorðum og á Ítalíu þurfti að kalla út herinn til að ryðja götur og aðstoða fólk.

Vetraríþróttir hafa aldrei verið vinsælli og snjóþotur og sleðar rjúka út úr búðum.

Kuldatíðin hefur fengið á sig ýmis nöfn, Bretar kalla hana Skrýmslið úr Austri, Hollendingar tala um Síberíska björninn og Svíar ræða um Snjóbyssuna, sín í milli.


Tengdar fréttir

Frost fór niður í 42 gráður í Noregi

Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×