Innlent

Allar stöðvar kallaðar út að Súluhólum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn komst út af sjálfsdáðum.
Maðurinn komst út af sjálfsdáðum. Vísir/Stefán
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent að Súluhólum í Breiðholti þegar eldur kom upp í íbúð á áttunda tímanum í morgun. Einn var fluttur á slysadeild.

Þegar slökkvilið kom á vettvang í morgun lagði þykkan, svartan reyk frá íbúðinni, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Einn maður reyndist hafa verið innandyra þegar eldurinn kom upp en hafði komist út úr íbúðinni af sjálfsdáðum.

Maðurinn var sótsvartur í framan að sögn varðstjóra sem bendir til þess að hann hafi verið nokkurn tíma inni í íbúðinni. Maðurinn var fluttur á slysadeild vegna hugsanlegrar reykeitrunar.

Talið er að kviknað hafi í út frá sófa í íbúðinni en slökkviliðið hefur eldsupptök enn til rannsóknar.

Þá þurfti slökkvilið að sinna öðru útkalli í Breiðholti laust fyrir ellefu í gærkvöldi. Þar var einn inni í íbúðinni og var sá einnig fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×