Innlent

Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut við Sprengisand

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Töluverðar tafir urðu á umferð vegna slyssins.
Töluverðar tafir urðu á umferð vegna slyssins. Vísir/Pjetur
Fimm bíla árekstur varð á Reykjanesbraut við Sprengisand, rétt hjá gatnamótum við Bústaðaveg, nú skömmu eftir klukkan 14 í dag. Tveir voru fluttir lítið slasaðir á slysadeild til skoðunar.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru tildrög óhappsins þau að tveir bílar skullu saman. Þrjár bifreiðar til viðbótar rákust svo á þá en töluvert tjón varð á bílunum.

Loka þurfti fyrir umferð vegna árekstursins en viðbragðsaðilar vinna nú að hreinsun á vettvangi. Umferð ætti því að komast í samt lag innan skamms.

Uppfært klukkan 14:59:

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að einn ökumaðurinn hafi verið færður á lögreglustöð vegna gruns um ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×