Körfubolti

Körfuboltakvöld: Axel er Lisa Simpson

Einar Sigurvinsson skrifar
Axel Kárason, leikmaður Tindastóls, fékk mikið lof í Körfaboltakvöldi Kjartans Atla Kjartansson á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Gestir Kjartans í gær voru Teitur Örlygsson og Kristinn Friðriksson.

„Axel er Lisa Simpsons, hann gerir allt rétt. Hann lærir heima, hann réttir upp hönd og veit svarið. Þetta er hlekkur í Tindastólsliðið sem hefur vantað í mörg ár. Þess vegna hafa þeir, í mínum huga, ekki unnið titilinn,“ sagði Kristinn.



Teitur tók undir með Kristni.

„Hann staðsetur sig líka mjög vel á vellinum og er mjög góð þriggja stiga skytta.“

Kristinn var sammála Teiti og bætti því við að hann vilji sjá Axel sýna meira hugrekki í skotunum sínum.

„Hann er nefnilega mjög góð þriggja stiga skytta. Ég vil alltaf sjá Kára þannig að þegar hann fær boltann, á hann ekki að hugsa um neitt annað en að fara upp í skot. Hann klikkar alltaf þegar hann hugsar, bíddu hvað á ég að gera?“



Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×