Innlent

Þurfti að lenda í Goose Bay vegna vélarbilunar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Önnur flugvél verður send frá Íslandi í nótt eða í fyrramálið.
Önnur flugvél verður send frá Íslandi í nótt eða í fyrramálið. Vísir/Anton Brink
Flugvél Icelandair sem var á leið frá Keflavík til Denver í Bandaríkjunum þurfti að lenda á flugvellinum í Goose Bay vegna vélarbilunar. RÚV greindi fyrst frá.



Goose Bay er um átta þúsund manna bær í Nýfundnalandi. Algengt er að flugvélar á leið yfir Atlantshafið lendi þar ef upp koma einhver vandræði.

Hins vegar eru engir flugvirkjar eða varahlutir til staðar og því verður önnur flugvél send frá Íslandi í nótt eða í fyrramálið til að flytja farþegana á leiðarenda. Þangað til fá farþegar og áhöfn gistingu í Goose Bay.

Í frétt RÚV segir að ekki hafi verið hótelherbergi laus fyrir alla og því var útveguð gisting í húsnæði á vegum hersins.

Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×