Innlent

Fimmtíu lítrar í sjóinn

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Olíuflekkurinn í Sundahöfn 28. febrúar síðastliðinn.
Olíuflekkurinn í Sundahöfn 28. febrúar síðastliðinn. Haraldur Diego
„Það þarf að tilkynna svona atvik strax,“ segir Sigurrós Friðriksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, um olíuflekk í Sundahöfn sem Fréttablaðið sagði frá á föstudag.

„Í kjölfar þess sem við sáum framan á Fréttablaðinu höfðum við samband við Faxaflóahafnir af því að þeim ber að tilkynna bæði heilbrigðisnefnd og Umhverfisstofnun ef það verður bráðamengun innan hafnarsvæða,“ segir Sigurrós sem fékk svar í gær.

„Þeir rekja þetta til þess þegar verið var að dæla gasolíu í togara,“ segir Sigurrós. Sennilega hafi um 50 lítrar farið í sjóinn. Ekki þurfi mikið til að mynda talsverða brák. Umhverfisáhrifin verði ólíklega mikil. „En maður vill samt tryggja að allir séu vel upplýstir svo hægt sé að taka ákvörðun um hvort eigi að grípa til einhverra sérstakra aðgerða.“

Sigurrós segir að Faxaflóahafnir, sem áður hafi mjög samviskusamlega tilkynnt um slík atvik, viðurkenni að þær hafi átt að láta vita um óhappið. „Svo þetta virðist vera einstakt tilfelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×