Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Utanríkisráðuneytið kannar nú orðróm um að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Upplýsingar um andlát mannsins hafa gengið um samfélagsmiðla í dag en þar er hann sagður hafa fallið í stórskotaárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi, skammt frá landamærum Tyrklands.

Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Alþingi, þar sem atkvæðagreiðsla mun standa yfir um vantrauststillögu Samfylkingarinnar og Pírata á dómsmálaráðherra og frá skrifstofu Eflingar, en úrslit ráðast í formannskosningum félagsins í kvöld. Loks skoðum við nýja lögreglubíla sem fljótlega munu sjást á götunum.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×