Enski boltinn

Þrumuskot Matic kemst ekki á topp tíu yfir sigurmörk United í uppbótartíma | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bang og mark fyrir framan Kop-stúkuna.
Bang og mark fyrir framan Kop-stúkuna. vísir/getty

Manchester United kom til baka eftir að lenda 2-0 undir á móti Crystal Palace á mánudagskvöldið en sigurmarkið skoraði serbneski miðjumaðurinn Nemanja Matic með þrumuskoti í uppbótartíma.

Þetta var í fyrsta sinn í fimm ár sem United kemur til baka og vinnur leik eftir að lenda 2-0 undir en lengi vel, undir stjórn Sir Alex Ferguson, var liðið þekkt fyrir glæsilegar endurkomur og mörk á síðustu stundu.

United hefur skorað svo oft mark í uppbótartíma að þrumufleygur Matic kemst ekki einu sinni á topp tíu listann yfir mörk United eftir venjulegan leiktíma í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Youtube-síða Manchester United tók til tíu bestu sigurmörkin í uppbótartíma í tilefni endurkomunnar á móti Palace en þar trónir sigurmark John O'Shea á móti Liverpool frá því 2007 á toppnum.

Einn Nemanja er á listanum en það er miðvörðurinn Nemanja Vidic sem skoraði sigurmark í uppbótartíma á móti Sunderland árið 2008.

Hér má sjá þessi tíu sigurmörk Manchester United.


Tengdar fréttir

„Barnalegt mark“ sem breytti öllu

Knattspyrnustjóri Manchester United, Jose Mourinho, var langt frá því að vera sáttur í leikslok þrátt fyrir sigur sinna manna gegn Crystal Palace í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.