Sport

NFL-stjarna bjargaði lífi göngugarps

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Christian McCaffrey.
Christian McCaffrey. vísir/getty

Göngutúr NFL-stjörnunnar Christian McCaffrey um síðustu helgi breyttist óvænt í stóra björgunaðgerð.

McCaffrey, sem er hlaupari hjá Carolina Panthers, var með vinum sínum í léttri fjallgöngu er þeir sáu eldri mann hrasa og detta niður úr talsverði hæð.

„Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt í lífinu og hljóðið þegar hann lenti var skelfilegt,“ sagði McCaffrey en hann var fljótur á vettang ásamt félögum sínum.

Hlauparinn hringdi í neyðarlínuna á meðan aðrir vinir hans gerðu að sárum hins 72 ára gamla Dan Smoker. Smoker var mjög alvarlega slasaður og fór í hjartastopp á meðan beðið var eftir aðstoð. McCaffrey og félagar náðu að hnoða hjartað aftur í gang.

Er Smoker komst á sjúkrahús leiddu rannsóknir í ljós mörg beinbrot, innvortis blæðingar sem og heilablæðingu. Hann var mjög hætt kominn en er loksins orðinn stöðugur.

McCaffrey og vinir hans kíktu svo á Smoker-fjölskylduna á sjúkrahúsinu í gær og var vel fagnað eins og sést hér að neðan.NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.