Enski boltinn

Nýi Tottenham völlurinn búinn að gleypa White Hart Lane

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/AFP
White Hart Lane leikvangurinn í London heyrir nú sögunni til en Tottenham spilar á Wembley í vetur og mun byrja að spila á nýjum leikvangi sínum á næsta tímabili.

Nýi Tottenham leikvangurinn var byggður við hliðina á White Hart Lane og í raun má segja að hann hafi hreinlega gleypt gamla heimavöll Tottenham.

Helmingur nýja leikvangsins var kominn upp áður en White Hart Lane var rifinn en núna er búið að byggja upp allan leikvanginn og menn þar á bæ farnir að fínpússa svæðið.







Tottenham liðið spilaði á White Hart Lane í miklu meira en heila öld eða frá 1988 til 2017. Síðasti leikurinn var 2-1 sigur á Manchester United 14. maí 2017.

Victor Wanyama og Harry Kane skoruðu fyrir Tottenham liðið í leiknum en síðasta markið á vellinum skoraði hinsvegar Wayne Rooney fyrir Manchester United. Það var líka síðasta mark Wayne Rooney fyrir United en hann er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi.  

Telegraph hefur tekið saman myndasafn þar sem sjá má á tímalínu hvernig vinnan við völlinn hefur þróast síðan að framkæmdir hófust í mars 2015. Það má sjá þetta skemmtilega myndsafn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×