Sport

NFL hafði betur gegn Jerry Jones

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jones og Goodell eru engir vinir lengur.
Jones og Goodell eru engir vinir lengur. vísir/getty

Hinn skrautlegi eigandi Dallas Cowboys, Jerry Jones, hefur játað sig sigraðan í baráttunni við NFL-deildina og ætlar að opna veskið.

Jones hefur verið í mikilli baráttu við deildina. Fyrst út af banni hlaupara Kúrekanna, Ezekiel Elliott, og svo reyndi hann að koma í veg fyrir að deildin framlengdi samningi sínum við stjórnandann, Roger Goodell.

Jones þarf að greiða fyrir allan lögfræðikostnað vegna málanna en hann er rúmar 200 milljónir króna. Í fyrstu ætlaði Jones að berjast á móti þessu og jafnvel áfrýja. Hann hefur nú játað sig sigraðan og er farinn að hugsa um aðra hluti.

Þetta mál mun ekki bæta sambandið á milli Jones og Goodell sem var þó stirt fyrir. Jones er það ríkur að þessi sekt kemur ekkert sérstaklega illa við hann.

NFL

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.