Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Öryrki lagði í dag Arionbanka fyrir Hæstarétti í svokölluðu greiðsluskjólsmáli en bankanum var óheimilt að krefjast dráttarvaxta af lánum sem maðurinn var með í greiðsluskjóli í kjölfar bankahrunsins. Hæstaréttarlögmaður segir dóminn fordæmisgefandi og geta snert allt að tvö þúsund lántakendur.

Fjallað verður um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar verðum við líka í beinni útsendingu frá Reykhólasveit þar sem ákvörðun hreppsnefndar um hvort veglína Vestfjarðavegar fer um Teigsskóg eða í jarðgöngum undir Hjallaháls, mun liggja fyrir.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×