Lífið

Bergþór ætlar alla leið með orðatiltækið „beauty is pain“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bergþór og Hanna Rún hafa verið að æfa á fullu.
Bergþór og Hanna Rún hafa verið að æfa á fullu.
„Það hefur verið fróðlegt að skyggnast inn í dansheiminn, kynnast því hversu mikið þetta fólk leggur á sig árum saman til að ná árangri í þessari feiknalega erfiðu en skemmtilegu list/íþrótt,“ segir Bergþór Pálsson á Facebook en hann tekur þátt í raunveruleikaþættinum Allir geta dansað sem hefur göngu sína á sunnudagskvöldið á Stöð 2.

Bergþór er í teymi með fagdansaranum Hönnu Rún Bazev Óladóttir.

„Ég veit ekki hvers konar glamúr þetta verður þegar búið er að senda okkur í „hár og smink“, en hér verður sko farið alla leið með orðtækið „beauty is pain“ ef á þarf að halda. Eitt er víst að ef ég fýk út í vegg í beinni útsendingu, er ekki við kennarann, hana Hönnu að sakast. Hún er heimsmeistari og ég byrjandi, þannig að þegar ég næ ekki einföldustu grunnatriðum, hlýtur það að reyna á þolinmæðina, en hún bara brosir sínu blíðasta og sýnir mér aftur eins og það hafi verið tilviljun og alveg óvart að ég var eins og belja á svelli.“

Bergþór segist vera gera sitt besta á sunnudagskvöldið.

„Og lofa framförum sem mig hefði aldrei órað fyrir. Ekkert er óyfirstíganlegt ef rétta viðhorfið, viljinn og gleðin er fyrir hendi. Ekki missa af Allir geta dansað á Stöð 2 sunnudag kl. 19.10 í opinni dagskrá.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×