Chelsea með nauman sigur

Dagur Lárusson skrifar
Úr leiknum.
Úr leiknum. vísir/getty
Chelsea fór með sigur af hólmi gegn Crystal Palace í síðasta leik dagsins í ensku úrvaldsdeildinni en með sigrinum komst Chelsea í 56 stig og situr í 5. sæti deildarinnar.

Chelsea var sterkari aðilinn allt frá byrjun og náði að skapa sér mikið af færum fyrstu mínúturnar. Það var Willian sem kom Chelsea á bragðið á 25. mínútu en þá fékk hann boltann fyrir utan teig og skaut hnitmiðuðu skoti framhjá Hennesey í markinu.

Eftir þetta mark hélt Chelsea áfram að sækja og skapa sér færi og útfrá einum af þeim færum varð Martin Kelly fyrir því óláni að skora sjálfsmark og var staðan því orðin 2-0 og þannig var staðan í hálfleik.

Roy Hodgson gerði breytingu í leikhlé en þá tók hann Christian Benteke útaf og setti Wilfried Zaha inná. Palace menn mættu ákveðnari til leiks fyrstu mínúturnar en Chelsea var þó alltaf með völdin.

Það var ekki fyrr en á síðustu mínútu venjulegt leiktíma þegar það dróg aftur til tíðinda því þá skoraði Patrick van Aanholt og gerði lokamínúturnar æsispennandi. Chelsea spilaði þó vel eftir markið og náði að lokum að landa sigrinum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira