Kane meiddist í auðveldum sigri Spurs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dele Alli skoraði fyrsta mark Tottenham í dag
Dele Alli skoraði fyrsta mark Tottenham í dag vísir/getty
Tottenham fór upp fyrir Liverpool í þriðja sæti ensku úrvaldeildarinnar með sigri á Bournemouth í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn gæti hins vegar reynst dýrkeyptur því Harry Kane fór meiddur af velli snemma leiks.

Heimamenn byrjuðu leikinn frábærlega með marki strax á 8. mínútu. Junior Stanislas hafði skotið í slánna nokkrum mínútum áður en fékk tækifæri til að bæta það upp og gerði það með öruggri afgreiðslu eftir fyrirgjöf Adam Smith.

Harry Kane kom boltanum í netið eftir hálftíma leik en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Kane stóð ekki upp aftur eftir markið, þar sem hann lenti í samstuði við Asmir Begovic í marki Bournemouth, og þurfti svo að fara af velli vegna meiðsla á ökkla.

Dele Alli bætti upp fyrir rangstöðumark Kane skömmu seinna með marki eftir fyrirgjöf Serge Aurier. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og jaftn með liðunum í leikhléi.

Alli var aftur á ferðinni í seinni hálfleik, í þetta skipti lagði hann upp mark Son Heung-min. Son var ekki hættur því hann bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Tottenham á 87. mínútu.

Sege Aurier gulltryggði svo sigur Tottenham með fjórða markinu á 90. mínútu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira