Suarez og Coutinho sáu um Malaga

Dagur Lárusson skrifar
Luis Suarez í leiknum í kvöld
Luis Suarez í leiknum í kvöld vísir/getty
Það voru fyrrum Liverpool mennirnir Luis Suarez og Philipe Coutinho sem sáu til þess að Barcelona fór með sigur af hólmi gegn Malaga í kvöld í fjarveru Lionel Messi.

Messi dróg sig úr hópi Barcelona fyrir leikinn en hann er að glíma við smávægileg meiðsli.

Luis Suarez skoraði fyrsta mark leiksins á 15. mínútu en það var Jordi Alba sem átti hreint út sagt magnaða fyrirgjöf á Suarez sem þurfti rétt svo að láta boltann snerta höfuðið á sér svo að boltinn færi í netið.

Barcelona hélt áfram að sækja og var það nýjasti leikmaður liðsins, Philipe Coutinho sem skoraði á 28. mínútu með laglegri hælspyrnu. Aðeins tveimur mínútum seinna fékk Samuel Garcia að líta rauða spjaldið eftir ljótt brot.

Seinni hálfleikurinn var heldur rólegur og að lokum fékk Barcelona stigin þrjú. Eftir leikinn er Barcelona komið með 72 stig í efsta sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Ronaldo tryggði Real Madrid sigurinn

Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid þurftu að hafa fyrir hlutunum þegar þeir mættu í Baskaland þar sem Eibar tók á móti Spánarmeisturunum.

Messi ekki með Barcelona í kvöld

Lionel Messi dró sig úr leikmannahóp Ernesto Valverde fyrir leik Barcelona gegn Malaga í spænsku La Liga deildinni í fótbolta í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira