Innlent

Bein útsending frá landsþingi Viðreisnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, setur landsþingið.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, setur landsþingið. Vísir/Eyþór
Landsþing Viðreisnar verður sett í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ klukkan 17 í dag en hægt verður að fylgjast með beinu streymi af þinginu hér á Vísi. Yfirskrift landsþingsins að þessu sinni er „Ruggum bátnum“.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun setja þingið um klukkan 17 samkvæmt dagskrá, og þá taka einnig til máls Birta Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, og Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar flokksins.

Gert er ráð fyrir að mikil málefnavinna fari fram á þinginu og þá verður kosið til varaformanns auk annnarra embætta. Á morgun klukkan 13:15 verður stefnuræða formanns, Þorgerðar Katrínar, flutt.

Þá er vakin athygli á því að landsþing Viðreisnar er pappírslaust og því eru gestir hvattir til að koma með spjaldtölvur og/eða snjallsíma til að nálgast gögn á þinginu. Dagskrá landsþingsins má nálgast í heild sinni hér.

Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×