Lífið

Gestir geta skoðað hvernig við eigum eftir að líta út í framtíðinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg sýning fyrir börn á öllum aldri.
Skemmtileg sýning fyrir börn á öllum aldri.
Vísindasýningin Mannslíkaminn stendur nú yfir í Smáralind en um er að ræða tækifæri fyrir alla fjölskylduna til að uppgötva sig og líkama sinn.

Sýningin fer fram dagana 15. - 28. febrúar á göngugötu Smáralindar. Þetta er gagnvirk sýning þar sem fróðleikur og skemmtun blandast saman og gestir uppgötva á nýjan hátt hvernig mannslíkaminn virkar.

Meðal þess sem gestir geta skoðað er hvernig við lítum út í framtíðinni, hversu mikið þeir geta lagt á minnið og hversu mikil vinna það er fyrir hjartað að dæla blóði.

Sýningin er á fjórum stöðum á göngugötunni á fyrstu hæð en gestir eru hvattir til þess að skoða vel og leyfilegt er að snerta allt.

Hér að neðan má sjá myndband af sýningunni í Smáralind.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×