Enski boltinn

Firmino ekki ákærður

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lætin í leik liðanna.
Lætin í leik liðanna. vísir/afp
Enska knattspyrnusambandið mun ekki ákæra Roberto Firmino, framherja Liverpool, fyrir meinta kynþáttafordóma hans í garð Mason Holgate, varnarmanns Everton.

Holgate vildi meina að Firmino hefði beint að honum miður smekklegum ummælum í 2-1 bikarsigri Liverpool á Everton í síðasta mánuði, en eftir rannsókn hefur knattspyrnusambandið ákveðið að fara ekki lengra með málið.

„Eftir að hafa greint öll sönnunargögn teljum við að þau séu ekki nægileg til þess að ákæra Firmino,” segir í yfirlýsingu á heimasíðu enska knattspyrnusambandsins.

Einnig segir í tilkynningunni að hún hafi verið unnin í fullri samvinnu með Holgate og Everton, en þar segir enn fremur að ekki er talið að Holgate hafi logið til um meint ummæli Firmino í hans garð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×